Eins og við sögðum frá hér á kvikmyndir.is í síðustu viku er von á Stjörnustríðsmyndunum öllum í röð á 3D frá og með árinu 2012. Þær verða þó ekki einar um hituna því fleiri stórmyndir eru væntanlegar á 3D. Nú hefur verið tilkynnt um útgáfu stórmyndarinnar Titanic á 3D árið 2012, en myndin er sú næst tekjuhæsta í sögunni á eftir Avatar, en báðum myndum var leikstýrt af sama manninum; James Cameron.
Þann 15. apríl 2012 eru liðin 100 ár frá því að Titanic sökk eftir árekstur við borgarísjaka á norður Atlantshafinu, auk þess sem Paramount kvikmyndaverið, sem framleiddi myndina, á einnig 100 ára afmæli þetta sama ár. Því er það vel við hæfi að frumsýna myndina á því ári.
Ferlið við að gera Titanic að þrívíddarmynd er tímafrekt og dýr, og kostar um 10-15 milljónir Bandaríkjadala.
Planið er að setja myndina svo samtímis á Blu-ray diska, en Titanic hefur hingað til ekki komið út á Blu-Ray. Þannig verði hægt að horfa á myndina einnig í þrívíddarsjónvörpum, sem breiðast nú hratt út.