Tómas Valgeirsson aðalgagnrýnandi hér á kvikmyndir.is er í hálfgerðu losti þessa stundina, en hann sá Inception núna áðan og á varla orð til að lýsa hrifningu sinni. „Inception skildi mig eftir gjörsamlega kjaftstopp. Ég bjóst við frábærri mynd frá frábærum kvikmyndagerðarmanni en fékk heila veislu í staðinn,“ segir Tómas meðal annars um myndina, en umfjöllunin verður birt hér á kvikmyndir.is síðar. “ Ég leit á klukkuna mína hvítur í framan og neitaði að trúa því að 140 mínútur hefðu liðið,“ segir Tómas ennfremur á öðrum stað í umfjöllun sinni.
Það er greinilega von á veislu þann 16. júlí nk. þegar kvikmyndir.is forsýnir þessa mynd í Sambíóunum. Farðu hingað til að fá meiri upplýsingar um sýninguna og kaupa miða.