Trailer fyrir Daybreakers frumsýndur

Trailer fyrir bíómyndina Daybreakers var frumsýndur á netinu um helgina og hefur vakið vægast sagt mjög góð viðbrögð. Myndin gerist í framtíðinni eftir og plága hefur breytt nánast öllu mannkyninu í vampírur. Vegna skorts á mennsku blóði þurfa vampírurnar að finna aðrar lausnir til að sefja blóðþorstann of halda sér á lífi. Á sama tíma er vísindamaður að leita leiða til að bjarga mannkyninu úr útrýmingarhættu.

Meðal leikara sem eru í myndinni eru þeir Ethan Hawke, Willem Dafoe, Sam Neill (Jurassic Park) og Isabel Lucas sem leikur í nýju Transformers myndinni.

Þið getið skoðað trailerinn hér fyrir neðan

  • Sýnishorn

  • Daybreakers: Trailer