Millenium films og Corsan Pictures tilkynntu fyrir stuttu að tökur á myndinni The Killing Season hefjast 16. janúar. Mark Steven Johnson (Ghost Rider, Daredevil) leikstýrir, og í aðalhlutverkum verða engir aðrir en Robert De Niro og John Travolta. Handritið er eftir Evan Daugherty (Snow White and the Huntsman) Myndin gerist í Appalachiafjöllum í Norður Ameríku og fjallar um Bandarískan efitrlaunahermann (De Niro) sem býr þar í afskekktum fjallakofa. Hann fær einn daginn heimsókn frá evrópskum ferðamanni (Travolta) og verða þeir ágætis vinir. En í ljós kemur að Travolta er einnig fyrrverandi hermaður, frá Serbíu, og er hann í hefndarhug. Hreinasta gerð stríðs er einn á móti einum segir klisjan, og það sem fylgir mun sýna nóg af því.
Með fréttinni fylgdu nokkrar vel valdar tilvitnanir frá framleiðendum sem varla tekur því að hafa eftir, handritið var frábært, æðislegt að fá þessar tvær stjörnur í myndina og spennandi tækifæri að sjá þá vinna saman í fyrsta skipti. Ætli áhorfendur verði sammála því?