Lítið er vitað um Predator mynd Nimrod Antals og Robert Rodriguez. En það sem hefur verið staðfest er að Alex Litvak hefur verið að vinna að handritinu og að myndin verði skotin að mestu leiti á stúdíólóð fyrirtækis Rodruigez, Troublemaker. Einnig hefur verið gefið til kynna að myndin verði að einhverju leiti tekin upp á Hawai. Myndin á að gerast á einhverri plánetu þar sem mannverur verða strandaglópar og mæta þar Predatorum.
Leitt hefur verið líkum að því að Arnold Schw verði með cameo í myndinni, en annars hafa fáir verið nefndir til að leika í myndinni. Fyrsti leikarinn sem hefur opinberlega verið nefndur við myndina er enginn annar en hinn gallharði Danny Trejo, Machete sjálfur.
Í stuttu viðtali við Punch Drunk Critics segir Trejo um Sin City 2 : ,, Þetta er allt í vinnslu, við gerum Predators næst. Svo Sin City er eiginlega… öhh.. í vinnslu… Við munum allavega gera Predators næst eftir ca. mánuð.

