Tvöföld forsýning! Harry Potter 7

Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að við höfum tekið það að okkur að forsýna seinustu Harry Potter-myndina, enda vorum við seinast með fyrri hlutann í Deathly Hallows-kaflanum núna í Nóvember seinast. Hins vegar höfum við ákveðið að gera eitthvað mun stærra að þessu sinni og halda það sem ég tel vera óhætt að kalla STÆRSTU FORSÝNINGU ÁRSINS.

Nú gefst hörðustu Harry Potter-aðdáendum semsagt tækifæri til að sjá lokamyndina, The Deathly Hallows (Part 1 og 2), í allri sinni heild.

Svo fólk æsist ekki fullsnemma og misskilji einhverjar upplýsingar varðandi sýninguna þá ætla ég að brjóta þetta niður í eftirfarandi setningar:

– Sýningin verður á þriðjudaginn, 12. júlí – takið þann dag frá! Hún byrjar kl. 20:00.

– Þetta verður haldið í Sambíóunum Kringlunni og kostar 2400 kr. inn.

– Þið getið keypt miða hér. FLÝTIÐ YKKUR!!

– Ekki er hægt að kaupa miða á einungis seinni myndina (þú getur svosem ráðið hvort þú horfir á fyrri myndina eða ekki, en það kostar ekkert minna 🙂

– Sitthvorar myndirnar eru hlélausar, og verður gert 20-30 mín. hlé á milli myndanna. Sennilega pissupása.

– Part 2 verður í þrívídd.

– Það verða númeruð sæti til að forðast óþarfar troðanir og kaotískar hegðanir.

– Sýningin byrjar á slaginu.

– Ef þið eigið búninga, mætið í þeim!!

ATH. Þetta verður EINA tækifærið til að sjá myndirnar í bíó saman. Komið nú og kveðjið þessa gígantísku kvikmyndaseríu með okkur.

Sjáumst í bíó, og ekki gleyma að joina þessa grúppu!!