Hrollvekjurnar/spennutryllarnir koma nú í löngum röðum úr draumaverksmiðjunni í Hollywood, og þann 11. nóvember er von enn nýrri slíkri, Shut In, með Naomi Watts, Charlie Heaton ( úr Stranger Things sjónvarpsþáttunum ), Oliver Platt og Jacob Tremblay í aðalhlutverkum.
Leikstjóri er Hammer of the Gods leikstjórinn Farren Blackburn.
Eins og The Film Stage vefsíðan bendir á þá er kvikmyndatökumaðurinn sá sami og tók upp myndir eins og Dallas Buyers Club, Brooklyn og Demolition, sem ætti að tryggja góðu útkomu á hvíta tjaldinu.
Shut In er spennutryllir um ekkju og barnasálfræðing sem býr ein við mikla einangrun úti í sveit í New England. Þegar snjóbylur skellur á þarf hún að finna leið til að bjarga ungum dreng áður en hann hverfur að eilífu.
Eins og sést í fyrstu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan þá á ekkjan fatlaðan son, en tekur unga drenginn að sér, og ímyndar sér að hún sé aftur komin með son sinn ungan og heilbrigðan. Svo versnar í því þegar ungi drengurinn hverfur, eins og fyrr sagði.
Skoðaðu stikluna hér fyrir neðan ásamt plakati myndarinnar þar fyrir neðan: