Uppfært! – Hætt við Vaxxed

Robert-De-Niro

Forsvarsmenn Tribeca kvikmyndahátíðarinnar í New York hafa ákveðið að hætta við sýningu hinnar umdeildu heimildarmyndar Vaxxed, um tengsl bólusetninga og einhverfu.

Við sögðum frá því í gær að Robert De Niro, einn af stofnendum Tribeca kvikmyndahátíðarinnar í New York, Robert De Niro, hefði komið hátíðinni til varnar, eftir ákvörðun hennar um að sýna heimildarmyndina Vaxxed, sem er beint gegn bólusetningum.

„Grace [Hightower, eiginkona De Niro ] og ég eigum einhverft barn og við teljum mikilvægt að allt sem snýr að orsökum einhverfu sé rætt opinskátt og rannsakað,“ sagði De Niro í tilkynningu. „Á þeim 15 árum síðan hátíðin var stofnuð þá hef ég aldrei skipt mér af dagskránni. Þetta mál skiptir mig og fjölskylduna hinsvegar máli persónulega og ég vil umræðu um málið, og þess vegna munum við sýna Vaxxed,“ sagði  De Niro m.a.

Myndin, sem er leikstýrt af Andrew Wakefield, breskum lækni sem hélt því fram að bólusetningar gætu valdið einhverfu, og var síðar sviptur lækningaleyfi sínu, fjallar um „tengslin á milli einhverfu og bólusetningar sem lengi hefur verið deilt um.“

Rannsókn Wakefield var fyrst birt í breska læknablaðinu The Lancet árið 1998, en var dregin til baka af útgáfunni árið 2010 vegna rangfærslna.

Ákvörðunin um sýningu myndarinnar hefur verið harðlega gagnrýnd.

Tribeca hátíðin stendur frá 13. apríl nk. til 24. apríl.

Sjá nánar umfjöllun Entertainment Weekly um málið.