Örmyndahátíð Örvarpsins, í samstarfi við Rúv, Nýherja og Bíó Paradís, var haldin hátíðleg laugardaginn 7. mars n.k. í Bíó Paradís.
Þetta er annað tímabil hátíðarinnar, en um er að ræða 12 mjög fallegar og áhrifaríkar örmyndir sem voru valdar inn á hátíðina í haust af Björgu Magnúsdóttir, dagskrárgerðarkonu og Guðmundi Arnari Guðmundssyni kvikmyndagerðarmanni. Myndirnar voru eins ólíkar og þær eru margar – dansmyndir, heimildarmyndir, gjörningar, frásagnir, innsetningar og animation, svo dæmi megi nefna.
Úrslit eru nú ljós úr Örvarpinu, og eru sem hér segir:
Örvarpinn 2015: Urna – Ari Alexander Ergis Magnússon
Sérstök tilnefning dómnefndar: Tarantúlur, Úlfur Úlfur – Magnús Leifsson Áhorfendaverðlaun: Blik – Þórunn Ylfa Brynjólfsdóttir
Verðlaunamynd örmyndanámskeiðs Nýherja: Hversu pikkí getur maður verið – Gunnar Jónatansson
Dómnefnd skipuðu Davíð Óskar Ólafsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Margrét Elísabet Ólafsdóttir.
Verðlaun voru í boði Nýherja, umboðsaðila Canon á Íslandi:
Örvarpinn 2015 = Canon EOS 70D body
Áhorfendaverðlaun = Canon LEGRIA Mini X
Special mention = Canon PowerShot SX610 HS
Námskeiðsverðlaun = Canon PowerShot SX610 HS