Miðvikudaginn 9. júní klukkan 18.00 verður úrslitakvöld Stuttmyndadaga haldið í Kringlubíói. 22 nýjar stuttmyndir taka þátt og eru vegleg verðlaun í boði. Fyrstu verðlaun eru 100.000 krónur auk þess sem leikstjóra verðlaunamyndarinnar verður boðið til Cannes þar sem myndin tekur þátt í Short Film Corner. Fyrir annað sætið eru veittar 75.000 krónur og þriðja sætið 50.000 krónur. Auk þess verða veitt sérstök áhorfendaverðlaun. Frítt er inn á úrslitakvöldið og verða úrslitin kynnt í lok dagskrár. Dómnefnd skipa Baldvin Z, Vera Sölvadóttir og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Myndirnar sem taka þátt eru:
A bad day, eftir Hlín Davíðsdóttir
Afterimage, eftir Ragnar Snorrason
Áttu vatn? eftir Harald Sigurjónsson
Blablabla, eftir Anni Ólafsdóttir
Bronz, eftir Ragnar Snorrason
Bumps In The Night, eftir Erling Óttar Thoroddsen
Children of Eve, eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur
Dinner is Served, eftir Gunnur von Matern
Eater Of The Sun, eftir Sindra Gretarsson
Ég elska þig, eftir Sævar Sigurðsson
Ferðafélagi, eftir Arnar Sigurðsson
Gaza, eftir Hjálmtý Heiðdal
Glugginn, eftir Hrafn Hrólfsson
Hafið þennan dag, eftir Hilmi Berg Ragnarsson
Kötturinn Njáll, eftir Grím Örn Þórðarson
Lóla, eftir Áslaugu Einarsdóttur
Ofurkrúttið, eftir Jónatan Arnar Örlygsson og Grím Björn Grímsson
Psssst, eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur
Spacebaby, eftir Jón Má Gunnarsson
Sykurmoli, eftir Söru Gunnarsdóttur
Veran, eftir Snorra Fairweather
Þyngdarafl, eftir Loga Hilmarsson.


