Nú ættu allir rómantískir menn og konur að kætast því miðað við ummæli sem leikarinn Ashton Kutcher lét falla við fjölmiðla í Ástralíu við kynningu á nýjustu mynd sinni Killers, er von á framhaldi hinnar ofur rómantísku myndar Valentine´s Day. Ashthon var nokkuð áberandi í þeirri mynd og lék hlutverk blómasala, en myndin var sneisafull af Hollywood stjörnum og í henni fléttuðust saman margar sögur.
Kutcher sagði: „Þeir (framleiðendur) hafa talað við mig um það. En ég er ekki búinn að lesa handritið ennþá…það fer eftir handritinu hvort ég verði með.“ sagði Kutcher.
Það er spurning hvað þessi orð hans þýða og hvað menn eru langt komnir með þessa hugmynd, en greinilegt að það er í lagi að leyfa sér að hlakka aðeins til.

