Nýjasta myndin hans Bryan Singer, Valkyrie hefur verið frestuð til 3. október 2008 í Bandaríkjunum. Þetta þýðir að myndin mun ekki koma til Íslands fyrr en þá eða jafnvel seinna en það. Leiðinlegar fréttir þar sem Valkyrie var upprunalega ágústmynd en var svo óvænt færð til júní en núna virðist dagsetningin vera læst á 3. október 2008. Trailer fyrir myndina er nýlega kominn út og hann lítur bara ágætlega út.

