Náðu í appið
Bönnuð innan 14 ára

Valkyrie 2008

(Walküre)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. janúar 2009

Many saw evil. They dared to stop it.

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Myndin fjallar um tilræði við Hitler árið 1944 og var hugmyndin að kenna SS um morðið og virkja herinn í yfirtöku á landinu og semja um frið við bandamenn. Planið gekk undir nafninu Valkyrie og var leitt af Claus von Stauffenberg sem fylgdi sinni eigin samvisku og var á móti Þýskalandi Hitlers og áleit að Hitler væri að stefna landinu í glötum sem og hann gerði.

Aðalleikarar


Af einhverjum ástæðum er ekki erfitt að trúa á Tom Cruise í gervi nasista. Reyndar er hann varla nasisti í þessari mynd. Hann leikur Claus von Stauffenberg sem trúir ekki á stefnu Hitlers og vill bjarga Þýskalandi með því að drepa Hitler og fremja valdarán. Þessi saga er víst sönn sem bætir bara á áhrifamáttinn. Þó að maður vissi nokkurn veginn hvernig þetta myndi enda var myndin furðu spennandi. Mér fannst hressandi að horfa á stríðsmynd sem gerist ekki á vígvellinum. Það voru margar þannig hér áður fyrr en ekki lengur. Kannski markar þetta endurkomu þannig njósna stríðsmynda. Ein besta þannig mynd sem ég hef séð er Black Book sem kom út fyrir nokkrum árum. Sá einhver þá mynd?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hörkuspennandi
Valkyrie er sönn saga af tilræði við Adolf Hitler árið 1944. Hreyfingin sem stóð að tilræðinu var vel mönnuð, þar komu saman áhrifamenn úr hernum sem og úr heimi stjórnmála, sem voru þess vissir að ef Þýskaland ætti að lifa af stríðið þá þyrfti að fjarlægja Hitler. Myndin segir söguna af tilræðinu, frá því þegar Stauffenberg gengur til liðs við andspyrnuna og til enda. Þó hér sé um spennumynd frá Hollywood að ræða, þá fylgir hún sögulegum staðreyndum eftir í öllum meginatriðum.

Myndin fékk mikið umtal áður en ráðist var í tökur á henni. Fór það fyrir brjóstið á ættingjum Stauffenbergs, sem og öðrum Þjóðverjum, að hin umdeildi Tom Cruise færi með hlutverk hans. Eftir að hafa séð myndina þá get ég þó ekki annað sagt en að hann hafi staðið sig ágætlega. Í öðrum hlutverkum er einungis toppleikara að finna. Kenneth Branagh fer með hlutverk Henning von Treskow, Bill Nighy er Friedrich Olbricht , Terence Stamo er Ludwig Beck og Tom Wilkinson er hinn alræmdi Friedrich Fromm. Þetta eru allt hlutverk sem nauðsynlegt var að hafa rétta leikara í, og svo fór það.

Leikstjórinn Bryan Singer hefur ákveðið að fara þá leið að gera myndina sem raunverulegasta og gera atburðarrásinni góð skil. Í myndinni, sem er tveir tímar á lengd, er enginn dauður punktur og ekkert bull sem ekki tengist sögunni, eins og svo oft verður. Þá er myndin alveg gríðarlega flott. Það er gaman að sjá Berlín og höfuðstöðvar Hitlers endurgerðar með þessum hætti. Allt þetta skapar rétta andrúmsloftið fyrir svona sögulega mynd.

Helsti galli myndarinnar er tungumálið, en myndin er á ensku. Þó það sé auðvitað skiljanlegt að bandarísk mynd skuli vera á enskri tungu, þá tel ég að hún hefði virkað betur á þýsku. Þetta eru atburðir sem eru nálægt okkur í tíma og áhorfendur átta sig auðveldlega á því að mennirnir á skjánum töluðu ekki ensku.

Það verður þó ekki tekið frá myndinni að hún er hörkuspennandi og skemmtileg.

Davíð Örn Jónsson
Kvikmyndir.com

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Horfanleg en ekki nógu góð
Valkyrie er alveg þokkaleg en því miður sísta mynd leikstjórans Bryan Singer til þessa. Hann gerði það gott með X-men myndunum og á undan því gerði hann klassíska meistaraverkið The Usual Suspects. Valkyrie er hins vegar hálf gölluð mynd, myndatakan er ómerkileg, Tom Cruise eini leikarinn hér sem er að gera eitthvað að viti og satt að segja greip ég ekki alveg allar persónurnar því ég er ekki mjög fróður um þennan efnivið(SS sveitirnar eru náttúrlega eitthvað sem allir kannast við) en Bryan Singer tekst samt að gera söguna áhugaverða með leikstjórn sinni og aldrei leiddist mér því. Valkyrie er eins og ég segi sísta mynd Singer, ekki nálægt því eins góð og The Usual Suspects en alveg bærilegt bíó og slefar upp í meðallag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Singer klúðrar góðum efnivið!!!
Bryan Singer hefur ávallt verið í háum álitum hjá mér, með frábærum myndum eins og Usual Suspects, X-Men og Apt Pupil. En upp á síðkastið er eins og hann sé farinn að missa sig í því að gera kvikmyndir. Þ.e. lélegar kvikmyndir. Superman Returns var mynd sem ég hrópaði húrra fyrir fyrst, en eftir annað áhorf sá ég loks upp á hvernig mynd hún er. Innihaldslaus mynd sem stólar mest á útlitið, og sorglegt þá gerir þessi mynd nákvæmlega sama hlutinn.

Mér fannst eins og þeir hafi verið of lítið að einblína á söguna og reyna mun meira á útlitslegu hliðina á myndinni því í sannleika sagt þá fannst mér þessi mynd eins leiðinleg og þær geta orðið.

Leikararnir reyna sitt besta til að halda manni áhugasömum, en bara ná því engan veginn. Tom Cruise var svo ekki rétti maðurinn í hlutverk Stauffenberg. Jújú, hann er alveg ágætur af og til. En hann nær aldrei að halda myndinni út lengdina. Svo eru hinir leikararnir, sem ég nenni ekki að nefna, bara svona allt í lagi. Ekkert meir.

Og hvað er málið með að hafa þessa mynd á ensku? Lærðu þeir ekki neitt frá 10.000 B.C? Það var líka eitt sem eyðilagði þessa mynd entirely. Getið þið ímyndað ykkur ef að Downfall hefði verið gerð með ensku tali að hún hefði verið góð? Nei, þið vitið að hún myndi verða léleg.

Þannig að maður verður bara að vona að Singer geri betur næst. En þessi er stór vonbrigði fyrir mig.

4/10. Eingöngu út af útlitinu og búningavinnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekkert alltof spennandi þegar þú veist framhaldið
Sú ákvörðun að kvikmynda söguna um Valkyrie-aðgerðina sem spennuþriller hefur sína kosti og galla. Kosturinn er m.a. sá að myndin rennur á góðum hraða án þess að detta niður á dauðan punkt. Gallinn er auðvitað sá að hver sem hefur lágmarks vit á seinni heimstyrjöldinni mun vita hvað gerist í lokin áður en myndin byrjar, sem útrýmir náttúrlega spennunni og hefur svaðaleg áhrif á uppbyggingu hennar.

Mér finnst hundleiðinlegt að segja það, en Valkyrie er slappasta mynd Bryans Singer til þessa (nei, ég er ekki að gleyma Superman Returns... ég fílaði hana! Annað en margir), þrátt fyrir að vera hin ágætasta bíómynd í raun. Málið er bara að myndin leggur áherslur sínar á aðra hluti en hún ætti að gera, þ.e.a.s hvað frásögn varðar. Singer tekur gríðarlega áhugaverða sögu og sigtar hana þannig að mjög lítið stendur eftir annað en basic-plottið, sem allir vita hvernig fer. Uppbyggingu spennunar er stillt upp eins og í hefðbundnum spennuþriller, og Singer keyrir atburðarásina eins og við vitum ekkert hvað eigi eftir að gerast, sem er frekar stefnulaus ákvörðun. Það er varla neinn boðskapur né auka lag sem gerir áhorfið fullkomlega þess virði. Við fáum heldur engan fókus á persónurnar og ákvarðanir þeirra því lykilplottið er í svo miklu fyrirrúmi.

Það er vel hægt að gera góða sannsögulega kvikmynd þrátt fyrir að áhorfandinn viti hvernig allt endar. Við höfum margoft séð þannig (sbr. Titanic, meira að segja Der Untergang), en þær þurfa líka að krydda aðeins upp á heildina með því að bæta meira kjöti á beinin. Við þurfum líka að tengja okkur við manneskjulegar persónur til að gera óhjákvæmanlegu endalokin áhrifarík, en ekki hafa einhverja spýtukalla í forgrunninum.

Valkyrie skilur því miður ekkert eftir sig. Myndin gengur út á hugrekki og hollustu, en maður fattaði það svosem strax í byrjun. Það vantar algjörlega allan kjarna í söguna sjálfa, og þar hefði verið gott tækifæri til að einblína aðeins meira á Stauffenberg (Tom Cruise). Við höldum ekkert með honum, né hinum mönnum aðgerðarinnar, og þegar líður nær lokum er okkur slétt sama um alla því við kynntumst persónunum aldrei neitt. Maður ætti einnig mjög erfitt með að greina aukapersónurnar í sundur ef slíkir eðalleikarar væru ekki til staðar til að fylla upp í þau hlutverk.

Cruise er reyndar þokkalegur sem Stauffenberg. Ekkert rosalega góður neitt, en heldur ekki eins lélegur og margir vilja halda. Reyndar, ef eitthvað er, þá held ég mikið upp á Cruise sem leikara (og mér er nákvæmlega sama hvaða trú hann tilheyrir, sama hversu hallærisleg hún er - maðurinn stendur sig vel í vinnunni sinni). Margir hafa verið ósammála mér um þetta, en ég þarf ekki nema að horfa á hann í myndum eins og Magnolia, Eyes Wide Shut, Vanilla Sky, Minority Report eða Collateral til að sjá hversu vel hann hefur staðið sig hér áður. Hann er reyndar svolítið "miscast" í þessari mynd, og maður er nokkuð lengi að trúa á hann sem nasista. Það venst svosem, en ég er meira svekktur yfir hversu lítið hann fær til að vinna með, en það er sennilega handritinu að kenna.

Cruise fellur líka umsvifalaust í skugga aukaleikaranna, en hér eru fjölmargir snillingar af gamla skólanum. Menn eins og Kenneth Branagh, Terrence Stamp og Tom Wilkinson standa sig þrusuvel. Bill Nighy er síðan alltaf frábær, og fylgir einnig ágætis nærvera frá mönnum eins og Tom Hollander, Kevin McNally og David Schofield. Takið annars eftir því að þeir fjórir léku allir í Pirates of the Caribbean-framhaldsmyndunum. Eddie Izzard gerir annars ekki mikið þó svo að það sé alltaf gaman að hafa hann, og David Bamber kemur frekar vel út sem sjálfur Hitler. Að vísu enginn Bruno Ganz, en skítt með það!

Þrátt fyrir að hafa ekkert alltof jákvæða hluti að segja um innihald myndarinnar, sem hafði svo ótrúlega mikla möguleika, þá eru umbúðirnar vægast sagt fallegar. Sviðsmyndir, búningar og öll önnur umgjörð eru til fyrirmyndar, og kvikmyndataka Newton Thomas Sigel er glæsileg. Líka skemmtilega stílíseruð. Það sést að leikstjórinn hafði mikinn áhuga á efninu þar sem mikið er lagt upp úr flottu útliti sem er næstum því af Óskarskalíber. Niðurstaðan í heild sinni er þó geysilega svekkjandi og hefði ég gjarnan viljað sjá meira lagt upp úr handritinu frekar en þessa straightforward mainstream-keyrslu (afsakið slettuna). Eins og ég sagði, þá vitum við öll hvernig fer í lokin. Hvers vegna liggur þá svona mikið á að komast að þeim tímapunkti?

6/10 - Örlát einkunn að minni hálfu, en Valkyrie er bara svo dúndurflott mynd að útliti að ég get ekki staðist að vera pínu gjafmildur.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.07.2022

Leituðu að Thor um allan heim

Kevin Feige framleiðandi Thor: Love and Thunder sem frumsýnd verður í íslenskum bíóum á morgun miðvikudag, segir í myndbandi sem birt er neðst í fréttinni að leitað hafi verið um allan heim að rétta leikaranum í h...

10.10.2019

Ofurkonur saman í Marvelmynd

Atriði í ofurhetjumyndinni Avengers: Endgame, þar sem kvenkyns hetjur sameinast í bardaga, gæti átt sér framhaldslíf. Brie Larson, eða Captain Marvel / Carol Denvers, eins og hún heitir í Marvel ofurhetjumyndunum, hefur lát...

21.07.2019

Portman verður kvenkyns Þór

Aðeins eru fáeinir dagar síðan tilkynnt var að von væri á nýrri Thor kvikmynd, úr herbúðum Marvel afþreyingarrisans, myndar sem Taika Waititi, sem leikstýrði einmitt Thor: Ragnarok, mun leikstýra. En nú hafa nýjar upplýsingar borist...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn