Vefsíðan Readersdigest hefur tekið saman lista yfir tíu myndir sem ólíklegt er að séu í sérstöku uppáhaldi hjá lofthræddum.
Myndirnar eru af ýmsum toga, þar sem húsþök, háhýsi, fjöll og geimurinn koma við sögu.
Fáum ætti að koma á óvart að Vertigo eftir Alfred Hitchcock er á listanum. Einnig er þar heimildarmyndin Man On Wire en kvikmyndin The Walk, sem er komin í bíó, fjallar einmitt um sama atburð, þegar maður strengdi vír yfir tvíburaturnana og gekk þar yfir.
Safety Last! frá árinu 1923 þar sem Harold Lloyd hangir í stórri klukku í háhýsi í frægu atriði er jafnframt á listanum.
Hér er listinn yfir myndirnar tíu.