Frá árunum 2008 til 2009 stóð það til að Steven Spielberg myndi leikstýra endurgerð af kóresku myndinni Oldboy frá árinu 2003 undir nafni DreamWorks og Universal, með Will Smith í aðalhlutverki. Sú holdgun verkefnisins fjaraði út, en í júlí síðastliðnum tilkynnti Mandate Pictures að verkefnið hefði verið lífgað við með Spike Lee í leikstjórastólnum og Josh Brolin í aðalhlutverki. Síðan þá hafa ýmsir leikarar og leikkonur verið tengd við mismunandi hlutverk í myndinni án staðfestingar; Rooney Mara og Christian Bale voru bæði sögð vera í viðræðum við framleiðendur myndarinnar en eru nú bæði að leika í myndum Terrence Malick, ásamt því að Bale er upptekinn við þriðju Batman myndina.
Á tíma var Bale íhugaður sem illmenni myndarinnar, en í ljósi þéttskipaðar áætlunar hans hreppir hann líklegast ekki starfið, einnig þar sem viðræður eru nú þegar hafnar við stórleikaran Colin Firth. Því miður er ekki vitað hversu nálægt hann er því að taka við starfinu, en það er þó gott að vita að aðstandendur myndarinnar eru ekki að festa í slæmum leikurum. Hingað til hefur hugsunin um Oldboy endurgerð fengið á sig mikla andúð frá aðdáendum, en vonandi mun uppröðun góðra leikara breyta því.
Fyrir þá sem ekki vita, þá fjallar upprunalega myndin um fjölskylduföður sem dettur aðeins of hart í það eina nótt. Hann vaknar í einkennilegu hótelherbergi og er haldið þar án ástæðu í mörg ár þar til honum er sleppt, enn og aftur án ástæðu; eða svo virðist í fyrstu. Myndin fylgir hefndarför hans er hann leitar að þeim sem héldu honum í allan þennan tíma.
Ég verð að játa að persónulega elska ég upprunalegu myndina og var ekki sáttur við tilhugsunina um endurgerð. Hins vegar hef ég nú frekar hlutdrægna skoðun á endurgerðinni þar sem framleiðendur hennar eru að byggja hana á upprunalegu manga sögunni og því breytist sagan ansi. Á meðan við bíðum eftir frekari fréttum varðandi endurgerðina, mæli ég með því allir sem hafa ekki gert það, kíki á upprunalegu myndina.