Verður gerð Taken 2?

Getur verið að Taken 2 sé á leiðinni? Taken var stórfín spennumynd um föður, og fyrrum sérsveitarmann ( að sjálfsögðu ) sem lendir í því að dóttir hans á ferð í Evrópu hverfur ásamt vinkonu sinni. Þá tekur hann til sinna ráða og leitar uppi dóttur sína.

Liam Neeson sem lék föðurinn var nýlega í viðtali á MTV sjónvarpsstöðinni og þar segist hann vera á leiðinni til Evrópu á næstunni að hitta Luc Besson framleiðanda myndarinnar, með hugsanlega framhaldsmynd í huga.

Viðtalið við Neeson má sjá hér að neðan: