David Oyelowo og Lupita Nyong’o eiga nú í viðræðum við Disney um að leika aðalhlutverkin í myndinni Queen of Katwe, sem byggð er á sannri sögu ugandísku skákdrottningarinnar Phiona Mutesi.
Leikstjóri er Mira Nair og handrit gerir William Wheeler. Tökur eiga að hefjast í vor í Suður Afríku og í Úganda.
Myndin byggir á grein eftir Tim Crothers frá árinu 2011 sem birtist í tímariti ESPN íþróttastöðvarinnar, og bókinni The Queen of Katwe: A Story of Life, Chess, and One Extraordinary Girl´s Dream of Becoming a Grandmaster.
Mutasi bjó í fátækrahverfi í Uganda, og varð meistari í skák með hjálp Robert Katenda, sem Oyelowo myndi leika.
Nyong’o myndi leika móður Phiona, Harriet Mutesi.
Nýjasta mynd Oyelowe er myndin um Martin Luther King Jr., Selma.