Verður Star Trek tekin upp á Íslandi?

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Saga Film og Pegasus séu að berjast um að fá umsjón með tökum á Star Trek XI og takist þeim það munu tökurnar fara fram hér á Íslandi. Tekið er fram að auðveldlega geti brugðið til beggja vega og jafnframt að mikil leynd hvíli yfir verkefninu. Ef af þessu verður fara tökur þó ekki fram fyrr en næsta vor þegar snjóa tekur að leysa.