Náðu í appið
4
Bönnuð innan 12 ára

Star Trek 2009

(Star Trek 11, Star Trek XI, Star Trek Zero)

Frumsýnd: 8. maí 2009

The future begins.

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 82
/100

Myndin segir frá uppvexti James T. Kirk á jörðinni og þeim atburðum sem leiða til þess að hann gengur til liðs við Stjörnuflotann í fyrsta skipti. Þar kynnist hann Vúlkananum Spock, sem er orðinn kennari við skólann sökum gífurlegra hæfileika sinna. Þeim kemur ekkert alltof vel saman í fyrstu, enda gætu þeir ekki verið mikið ólíkari persónuleikar, en... Lesa meira

Myndin segir frá uppvexti James T. Kirk á jörðinni og þeim atburðum sem leiða til þess að hann gengur til liðs við Stjörnuflotann í fyrsta skipti. Þar kynnist hann Vúlkananum Spock, sem er orðinn kennari við skólann sökum gífurlegra hæfileika sinna. Þeim kemur ekkert alltof vel saman í fyrstu, enda gætu þeir ekki verið mikið ólíkari persónuleikar, en þeir þurfa einhvern veginn að láta sér hvorn annan lynda, því þeim er skellt saman í djúpu laugina þegar neyðarkall berst frá plánetunni Vúlkan. Spock og Kirk taka við hinu nýbyggða Enterprise-geimskipi og leggja af stað til höfuðs Rómúlanum Nero sem hótar því að tortíma Vúlkan verði ekki gengið að erfiðum afarkostum hans. Á Enterprise kynnast „félagarnir“ þeim ungu og misreyndu Dr. Leonard McCoy, Montgomery Scott, Uhura, Hikaru Zulu og Pavel Chekov auk skipstjórans Christopher Pike. Saman verða þau að berjast gegn þeirri miklu ógn sem af Nero stafar, enda framtíð bæði Vúlkana og mannkyns í húfi...... minna

Aðalleikarar


Ég skellti mér á óvissusýningu í boði kvikmyndir.is. Takk fyrir mig Eysteinn, Tommi og félagar, frábært framtak. Ég var að vona að Star Trek yrði sýnd og lo and behold það varð raunin. Ég verð að byrja á að viðurkenna að ég er ansi mikill trekkari í mér. Ég hef séð horft á Star Trek í mörg mörg ár. The Nex Generation er í miklu uppáhaldi, ég elska DS9, hálf leiðist Voyager og þoli ekki Enterprise. Myndinar hafa verið misjafnar. Það er frægt að önnur hver mynd, jafnar tölur, er góð en hinar ekki. Sú hefð var rofin með Nemesis (nr.10) og rofin aftur með þessari nýju (nr.11).

Það var alltaf mikill sjarmi við upphaflegu seríuna. William Shatner var í guðatölu þegar hann lék Kirk, einskonar samblanda af Han Solo og James Bond. Það er kannski hægt að líkja þessu verkefni við endurreisn James Bond með Casino Royale. Líkt og hér þá var gert prequel með nýjum leikurum og einhvernveginn gekk allt saman upp. Lykilatriðið í báðum myndum var leikaraval. Ég hefði aldrei búist við því að það væri hægt að finna einhvern sem gæti leikið Kirk eða Spock. Það hefur hinsvegar tekist og það er kannski mikilvægasti þátturinn í velgengni myndarinnar. Chris Pine er að mestu leiti óþekktur en honum tókst að ná persónutöfrum Kirk. Zachary Quinto er fullkominn sem Spock. Hann lítur alveg eins og nær litlum töktum Nimoy vel. Talandi um kallinn, Leonard Nimoy leikur sjálfur stórt hlutverk í myndinni og bætir verulegri dýpt við. Í minni hlutverkum er varla veikan hlekka að finna. Karl Urban kom mér mjög á óvart sem hinn skapstyggi Leonard McCoy. “Are you out of your Vulcan mind?” Hann náði honum frábærlega, þetta gæti verið hans besta hlutverk á ferlinum. John Cho og Simon Pegg eru með lítil hlutverk sem Sulu og Scotty. Það er hinsvegar gott að eiga svona kalla í pokahorninu fyrir framhöldin. Zoe Saldana er góð sem ný útgáfa af Uhura og Anton Yelchin er skemmtilegur sem nýji Chekov. Hann var kannski pínu ýktur en það var gamli Chekov líka.

Til þess að mynd sem þessi virki þarf að vera gott illmenni. Mér fannst það takast ansi vel. Stærsti leikarinn í myndinni, Eric Bana, leikur Nero sem er Romulan. Það var sterkur leikur að fá reyndan leikara í þetta hlutverk. Það hefði verð svo auðvelt að ofleika og skemma en Bana gerði þetta vel. Svo verð ég að minnast á Winonu Ryder í litlu hlutverki sem móðir Spock. Mér er sama þótt þú hnuplaðir einhverju dóti fyrir nokkrum árum, Winona farðu að leika meira.

Ef ég segi eitthvað um söguna þá skemmi ég fyrir. Það er best að vita ekki neitt. Ég vil samt segja að mér fannst þetta ótrúlega sniðug leið til að endurræsa Star Trek myndaseríu.. þetta verður sko sería. Það er stöðugt verið að vísa í gömlu seríuna með einum eða öðrum hætti í þessari mynd. Krissi fór með mér á hana og skildi varla neitt í neinu. Kveikti ekki á því að gaurinn í rauða gallanum væri líklega dauðans matur og fattaði ekki af hverju það var fyndið þegar Scottie sagði “I´m giving it all she´s got captain”. Það getur því verið að þeir sem eru ekki mikið inni í Star Trek finna sig ekki í þessari mynd. Það er ansi mikið um svona inside húmor sem mér fannst frábær en Krissi var ekki að ná. Hann er reyndar ekki gott dæmi, gaurinn hefur ekki einu sinni sé Terminator mynd, Enga! Þið getið sent honum hate mail á flotti@hotmail.com ;-)

Allt í allt var þessi mynd næstum eins góð og hún gat orðið. Það er svigrúm til að gera enn betur en þetta var fullkomin ný byrjun. Framhöldin þurftu þessa fyrstu til að byggja á líkt og Spider-Man og X-Men framhöldin þurftu þá fyrstu (nr. 2 ekki 3). Myndin bætir við dýpt, sérstaklega hvað persónu Kirk og Spock varðar án þess að draga úr dulúð. Tæknibrellurnar eru flottar og bara stærðin og skalinn á öllu var stundum yfirþyrmandi...á góðan hátt. Skv. imdb kemur Abrams með framhald árið 2011. Ég get ekki beðið!

“James T. Kirk was a great man... but that was another life.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Trek is Reborn!!!
Hver man ekki eftir þeim mögnuðu þáttum sem Star Trek voru þar sem William Shatner og Lenord Nimoy voru að berjast við hina og þessa óvini út í geimnum? Þessir þættir voru eitt vinsælasta fyrirbæri sem var til á sínum tíma með Star Wars. Og fylgdu þáttunum margar eftirminnilegar myndir(sem undirritaður á reyndar eftir að tékka á). En með tímanum, þá dó Star Trek smátt og smátt með tímanum hvað vinsældir varðar.

En nú, mörgum áður seinna og nokkrum downtime síðar, ákveður hinn magnaði skapari Lost og leikstjóri MI3 að taka að sér að endurræsa Star Trek og ná sömu vinsældum og þættirnir höfðu.

Ég verð að viðurkenna að ég varð virkilega spenntur fyrir þessari mynd eftir að hann ákvað að leikstýra henni. En spurningin er, nær hann að halda þeim ferskleika sem einkenndu þættina og að vera trúr við þann stóra heim sem Star Trek er? Já, og gott betur.

Abrams hefur hér skapað nýtt útlit fyrir þennan heim, og lítur stórkostlega út. Allt frá hreint út sagt mögnuðum brellum sem myndin sýnir til mögnuðu kvikmyndatökunnar, öll sú vinna er gerð hér mjög fagmannlega og gefur myndinni það stórkostlega útlit sem myndin hefur sem er bara unun fyrir augun að sjá.

Hvað varðar leikarana, þeir standa sig allir prýðisvel þar sem Anton Yelchin er fínn sem Checkov og Eric Bana er flottur í hlutverki skúrksins Nero. En aðalstjörnur þessarar myndir er án nokkurs vafa þeir Chris Pine sem James T. Kirk og Zachary Quinto sem Spock. Hlutverk þeirra eru mjög krefjandi, og ná þeir að skapa hér mjög trúverðuga karaktera, og samleikur þeirra er hreint út sagt magnaður.

Star Trek er stórmynd eins og þær geta orðið stærstar, og vonandi verður þessi mynd sú endurvakning sem Star Trek geirinn var að vonast eftir.

9 af 10. Mögnuð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Góður start fyrir nýtt Star Trek
Myndin kom mér mikið á óvart, það var MIKILL hasar og mikill húmor og alls ekki nördaleg mynd. Hún var vel skiljanleg en ekki bara fyrir Trekkarana á meðan hinir hugsa WTF. Myndin byrjar alveg á byrjun í lífi Kirk og Spock, tekur hálftíma í að kynna persónur, starfleet og svo hittast þeir félagar og skrautlegu persónur u.s.s enterprise. Margir segja að myndin hefði skánað hefði Shatner veri með en enginn myndi taka hann alvarlega eftir Boston Legal og bíða eftir ,,Denny Crane''. Chris Pine leikur vel og fyndinn líka en Sylar-gaurinn (veit ekki nafnið) er líka frábær og nátturlega fullt af stjörnum sem bæta poppkornmyndina á fullu. Frábær mynd fyrir alla!
7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Trek er töff.

Í fyrsta sinn á ævi minni horfi ég á Star Trek, eða réttara sagt í fyrsta sinn sem ég horfi viljug á Star Trek og verð ég að viðurkenna að útkoman var ekki sú sem ég bjóst við. Þótt ég hafi aldrei horft á Star Trek (viljug) er ekki þar með sagt að ég viti ekkert um Star Trek. Nú þetta gerist í geimnun, William Shatner lék í upprunalegu þáttunum og það er eitthvað V tákn sem maður gerir með fingrunum sem tengist Star Trek (sem eftir margar misheppnaðar tilraunir ég get ekki gert). Þannig ég skrifa þessa gagnrýni hlutlaus gagnvart þáttunum einblíni algjörlega að kvikmyndinni.

Ég ákvað að gefa Star Trek sjéns því, jú ég hef gaman að Sci-Fi myndum og ég veit að J.J. Abrams hefur ýmislegt að fela upp í ermum sínum. Leikara hópurinn er alveg fáránlega góður og er vel hægt að segja að Star Trek sé risa stór pottur af gæða leikurum sem berjast um að fá að sína hvað í þeim býr. Það skemmtilega við þennan hóp leikara er að þetta eru flest leikarar á fljótri uppleið en eru ekki alveg komin þangað, maður þekkir andlitin en kannski ekki nafnið. Þá aðalega Zachary Quinto (Heroes), Simon Pegg (Hot Fuzz), Anton Yelchin (Charlie Bartlett), Karl Urban (Lord of the rings), Crish Pine (Just my luck) bara svona til að nefna nokkur nöfn. Það er alveg gífurlega góð karakter uppbygging í myndinni miðað við magn og þá má aðalega nefna Kirk (Chris Pine) og Spock (Zachary Quinto). Chris Pine sem James Kirk er skemmtileg blanda af karlrembu og hetju. Chris Pine ER James Kirk (ímyndið ykkur að ég hafi sagt þetta með mikla áheyrslu á Er-ið). Einnig er skemmtilegt að minnast á Anton Yelchin bara fyrir að hafa einn besta og skemmtilegasta rússneska hreim sem ég hef heyrt. Zachary Quinto og Leonard Nimoy mætast í þessari mynd sem ein og sama persóna, nema bara einn er aðeins yngri en hinn... og stærri, líka með allt annan augnsvip og nefið er ekki alveg jafn stórt og á þeim eldri. En það er sosem hægt að líta framhjá því, í þágu þess að Leonard Nimoy er jú, hinn upprunalegi Spock. Karl Urban (Leonard McCoy), Chris Hemworth (pabbi Kirk), Anton Yelchin (Chekov), Simon Pegg (Scotty) standa upp úr af aukaleikurunum.

Karakter uppbygging er það sterkasta við myndina. Star Trek er hröð og notar tveggja klukkutíma lengd sína mjög vel . Myndin fylgir rosalega hefbundari formúlu, sem er í raun ekki slæmt, en það er alltaf gaman að breyta til. Hún á samt nokkur “over the top” móment, og toppar endirinn það algjörlega. Byrjunar atriðið stendur upp úr að mínu mati, það virkar sem hálfgerð “forsaga”, (veit ekki alveg hvort þetta sé rétta orðið en ég nota það samt) og virkar alveg rosalega vel, bæði kemur það manni beint af efninu og gefur myndinni ákveðna tilfinningu.

Útlit myndarinnar er rosalega flott, sérstaklega má nefna “framtíðar” San Fransisco, Vulcan og að sjálfsögðu geimskipið Enterprise. Tæknibrellurnar voru mjög góðar, nema á nokkrum stöðum, voða minniháttar,svosem ekki eitthvað til að kvarta yfir. Það sem gefur það að þetta sé J.J. Abrams mynd er myndartakan, sem er flott og það skemmtilegur stíll í henni. Eeeeen...og stórt En... ég er ekki mikið fyrir shaky cameru og mér fannst hún stundum vera notuð aðeins of mikið á köflum þar sem stöðug camera hefði virkað svo mikið betur, sérstaklega í kvikmynd eins og Star Trek, en shaky er eitthvað sem J.J. Abrams virðist notast mikið við.


Ég vonast innileg að sjá framhald af þessari mynd, og ekki er ég mikið fyrir að framhalds myndir séu gerðar en Star Trek bíður upp á marga möguleika, sérstaklega eftir góða og mikla karakter uppbyggingu og kynningu í þessari Star Trek mynd.
Að lokum verð ég að gefa J.J. Abrams mikið hrós fyrir að reboot-a Star Trek, og gerir það með ferskleikan í hámarki. Star Trek er ekki bara fáránlega góð afþreying sem fólk ætti hiklaust að sjá (nafnið bítur ekki fólk!), heldur er þetta top mynd og besta “geimskipa” mynd sem ég hef séð síðan Joss Whedon gerði Serenity, skemmtileg tilviljun, sem er einnig byggð á sjónvarpsþáttum. Og ef stelpur eru í einhverjum efa um að sjá hana getið þið alltaf sagt “Æjj þússt Chris Pine er bara svo fokking heitur!”.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Besta Star Trek myndin, síðan STIV
Þessi mynd, stenst fullkomlega samjöfnuð, við þá bestu af gömlu seríunni, þ.e. Star Trek IV. Star Trek II er reyndar þekktari, en þeir sem hafa ekki séð Star Trek IV, takið þessu sem ábendingu, sem must see mynd.

Eins og aðrar Space Operu myndir, er urmull af staðreyndavillum. Sem dæmi, taka geimför trekk í trekk, mjúkar beyjur, sem einungis eru mögulegar í lofthjúpi. En, Hollywood Space myndir, hafa aldrei snúist um staðreyndir. Heldur, er betra, að skoða þær sem tekknó fantasíur, og láta staðreynda villur, sem vind um eyru, eða nánar tiltekið augu, þjóta :)

Það sem þessi mynd býður upp á, er einfaldlega, lang besti 'space thriller' í mörg herrans ár. Með öðrum orðum, feikna hasar. Hröð atburðarás. Mikið undir - bjarga mannkyni frá tortímingu. Hugumstórar hetjur. Ástarsögur. - - - - Og síðast, en ekki síst, íllmenni, sem hæfir myndinni. Vondur gaur, sem er nógu stór, til að standast samjöfnuð við, og vera alvöru 'challenge' fyrir hetjurnar. Besti vondi gaurinn, í Star Trek seríunni, síða Khan var og hét í ST II - Vrath of Khan.

Fyrir unnendur 'Space' hasarmynda, og þá sem geta ignorað urmul staðreyndavillna, þá mun nýja Star Trek myndin, ekki svíkja!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn