Aðalleikarar
Leikstjórn
Þetta er traust geimvísindamynd með bestu Star Trek mönnunum: The Next Generation voru að mínu mati bestu þættirnir. Ég á örugglega þá alla. Þegar ég sá First Contact fyrst 14 eða 15 febrúar 1997 á forsýningu, guð minn góður ég var ekki orðinn 10 ára en samt þá brást myndin mér ekki. Ástæðan að ég skrifa um þessa Star Trek mynd er því að hún er hreinlega sú besta. Hún er full af góðum tæknibrellum. Svolítið svekkjandi að myndin var ekki viðurkennd fyrir gerð sína. Aðeins tilnefnd fyrir óskar fyrir bestu förðun. Hú átti skilið besta hljóð+hljóðklippingu, sjónbrellur og fatahönnun og var kvikmyndatakan rosalega góð og átti sérstaklega þar að fá alla vega tilnefningu. En nóg um það. Brent Spiner sem leikur Data er ótrúlega góður í hlutverki sínu sem hið áhugaverða og drepfyndna vélmenni. Restin af leikurunum koma með góðan leik líka. Eftir að hafa séð líka Star Trek: Insurrection býst ég við miklu úr hinni næstu og seinustu Star Trek mynd Star Trek: Nemesis. Eins og margir segja: Star Trek: First Contact er ein besta geimvísindamynd sem hefur nokkurn tímann verið gerð. Ég er sammála.
Fram til þessa er þetta sú besta mynd með leikurunum úr The Next Generation eða Ný Kynslóð, enda eru bara til ein önnur mynd með þeim. Borgverjarnir eru æðisleigir og eru hinir bestu illvirkjar í Star Trek þáttunum hingað til og meira mun koma með þeim í Star Trek Voyager sem er sýnt á RÚV. Þetta er pottþétt mynd með pottþéttum leikurnum og leikstýrð frábærlega af Jonathan Frakes (sá sem leikur Will Riker í myndinni og í þáttunum). Ég hlakka til að sjá næstu mynd.
Að mínu mati besta Star Trek myndin hingað til, sennilega vegna þess að í þetta skipti eru illmennin ansi ógnvekjandi. Söguþráðurinn er traustur og tæknibrellur allar mjög smekklegar.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Rick Berman, Ronald D. Moore, Brannon Braga
Kostaði
$46.000.000
Tekjur
$150.000.000
Vefsíða:
www.startrek.com/startrek/view/series/MOV/008/index.html
Aldur USA:
PG-13