Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Clockstoppers 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. ágúst 2002

The adventure of a lifetime, in a few mere seconds.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Þar til nú þá hefur helsta áhyggjuefni Zak Gibbs verið að finna leið til að kaupa sér nýjan bíl. En þegar hann finnur skrýtið armbandsúr á meðal annarra uppfinninga föður síns, og lætur það á sig, þá gerist nokkuð undarlegt. Heimurinn í kringum hann virðist stöðvast. Zak áttar sig fljótt á því hvernig hann getur notað tækið, og hann og hin... Lesa meira

Þar til nú þá hefur helsta áhyggjuefni Zak Gibbs verið að finna leið til að kaupa sér nýjan bíl. En þegar hann finnur skrýtið armbandsúr á meðal annarra uppfinninga föður síns, og lætur það á sig, þá gerist nokkuð undarlegt. Heimurinn í kringum hann virðist stöðvast. Zak áttar sig fljótt á því hvernig hann getur notað tækið, og hann og hin sniðuga vinkona hans Francesca, skemmta sér hið besta. En fljótlega komast þau að því að þau eru ekki ein í þessum hliðarveruleika.... minna

Aðalleikarar


Zak er strákur sem finnur úr sem pabbi hans bjó til. Þetta úr býr yfir mættinum að geta stoppað tímann og hann sem er með það getur alveg hreyft sig. En Zak skemmtir sér aðeins með því og vinum sínum Fransescu og Meeker. En þá koma leyniþjónustumenn til að ná í úrið. Ágæt mynd eftir Nickelodeon og með lélegum tæknibrellum en ágætu handriti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Zak er unglingur sem á pabba sem er vísindamaður. Pabbi hanns er að vinna að úri sem getur stoppað tímann. En Zak finnur úrið og lendir í miklum vandræðum með vinum sínum Fransescu og Meeker. En til að bæta gráu ofan á svart er leyniþjónustan á eftir úrinu. Það eru ekkert sérlega góðar tæknibrellur en samt ágætur leikur og handrit.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fjallar um strák sem á pabba sem er vísindamaður og hann lendir í því að uppgötva tæki sem einn fyrrum nemenda pabba hans hafði hannað, þetta tæki getur látið þig fara margfalt hraðar en aðrir. Mennirnir sem sjá um yfirstjórn þessa leyniverkefnis komast að því að vísindamaðurinn hafði fengið eintak af tækinu og verða þeir að komast yfir það en þá hefst eltingaleikur sem leiðir margt forvitnilegt af sér.

Þessi mynd er fín dægrastytting fyrir krakka á aldrinum

8 - 12 ára, mjög Hollywood formúlukennd. Ég get ekki sagt að

hún höfði til mín en ef það vantar eitthverja mynd á laugardagskvöldi fyrir krakkana þá er alveg hægt að horfa á hana með þeim og haft gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin Clockstoppers fjallar um strák að nafni Zak sem að kemst yfir úr sem að býr yfir þeim mætti að það getur látið mann hreyfast svo hratt að allt annað virðist standa í stað. Hann og vinkona hanns Francisca lenda svo í heljarinnar vandræðum þegar vísindamennirnir sem gerðu úrið vilja fá það til baka, og þeir ætla sér ekki að nota úrið til góðs.

Þið verði eiginlega bara að sjá myndina til að vita hvað ég er að tala um en ég get lofað ykkur að Clockstoppers er ágætis afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn