Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Thunderbirds 2004

Frumsýnd: 27. ágúst 2004

Climb into the drivers seat of the most advanced rescue vehicles on the planet

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 19% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Sagan gerist árið 2010. Táningsdrengurinn Alan Tracy er sendur í heimavistarskóla, en hann er yngsti sonur Jeff Tracy, fyrrum geimfara. Jeff, sem er ekkill, stofnaði alþjóðlega björgunarsveit, og ól syni sína upp til að vera hluti af þessu leynilega verkefni, sem notar háþróaða tækni til að bjarga fólki um allan heim. Jeff og eldri synir hans, John, Virgil,... Lesa meira

Sagan gerist árið 2010. Táningsdrengurinn Alan Tracy er sendur í heimavistarskóla, en hann er yngsti sonur Jeff Tracy, fyrrum geimfara. Jeff, sem er ekkill, stofnaði alþjóðlega björgunarsveit, og ól syni sína upp til að vera hluti af þessu leynilega verkefni, sem notar háþróaða tækni til að bjarga fólki um allan heim. Jeff og eldri synir hans, John, Virgil, Scott og Gordon, sem voru rétt eins og Alan skírðir í höfuðið á geimförunum sjö á Mercury, eru hluti af verkefninu ásamt Lady Penelope og matráðsmanni hennar og bílstjóra, Parker. Háþróuð framtíðartæki þeirra eru þróuð af snillingnum og vísindamanninum sem þekktur er undir nafninu Brains, sem býr í björgunarstöðinni á Tracy eyju, einhversstaðar í Kyrrahafinu. ... minna

Aðalleikarar


Þeir sem fýla lagið thunderbirds are go með busted ættu endilega að skella sér á þessa mynd. þetta er góð mixtúra af spennu, hasar og góðri tónlist. myndin fjallar um ósköp venjulegan strák sem er ekkert svo venjulegur í raun. hann býr á leynilegri eyju. þar eru allskyns græjur sem fjölskyldan hans notar til að vernda jörðina gegn glæpum að utan. Fjölskyldan lendir í klandri og verður því yngri kynslóðin að taka við og bjarga fjölskyldunni og restinni af heiminum. Þetta er þvílíkt góð mynd og ég mæli með henni fyrir alla konur og kalla með skalla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kjánahrollur
Hvenær ætlar Hollywood að gera sér grein fyrir því að það er dautt mál að reyna að flytja hundgamla barnatímaþætti yfir á hvíta tjaldið? Ég meina, myndir eins og The Flintstones (og sorglega framhald hennar), Scooby-Doo, Josie and the Pussycats og ýmsar af svipuðu tagi hafa aldrei verið taldar almennt góðar bíómyndir. Nú er það Thunderbirds, sem ég reyndar þekkti sama og ekkert til fyrirfram (kannski það sé gott merki). En í smástund var ég farinn að búast við einhverju hressu og vonandi skemmtilegu í líkingu við Spy Kids (sem ég tel alltaf vera mjög góð fjölskyldumynd), en í staðinn fékk ég hið öfuga.

Thunderbirds er þunn, auðgleymd, útteygð barnamynd sem hefur varla neitt aukalega upp á að bjóða sem fullorðnir ættu að kunna að meta. Bill Paxton og Ben Kingsley eru vissulega báðir toppleikarar, en þeir leika báðir óspennandi stereótýpur og ég efa það ekki að þessi mynd mun setja svartan blett á ferilskránna þeirra. Svo voru krakkarnir langtum verri, og hver öðrum meira óþolandi og leiðinlegri. Myndin má eiga það að vera flott í tæknibrelludeildinni, eins og rándýrri Hollywood mynd er lagið, en tölvuvinnan ein og sér nær sjaldan að hífa upp í svo mikið sem meðalmennsku.

Gæti orðið ágætis skemmtun fyrir yngstu kynslóðina, en við hin þurfum að sætta okkur við það að líta á úrið af og til.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.11.2009

Tían: Stórstjörnur gerðar að fíflum

Enn einn föstudagurinn, sem þýðir enn einn Tíu-listinn, og enn og aftur kem ég með lista sem fer ekki eftir neinni sérstakri röð. Lofa að breyta því næst.Skemmtilegt nokk. Þetta er fyrsta skiptið þar sem ég bý til...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn