Hans Zimmer vinnur nú hörðum höndum að því að búa til tónlistina fyrir The Dark Knight Rises, nú án samstarfsfélagsans James Newton Howard sem starfaði með honum að tónlistinni á Batman Begins og The Dark Knight. Hann hefur því leitað annað eftir aðstoð – til þín! Á tónlistarsköpunarsíðunnni Ujam.com setti hann upp beiðni til aðdáenda um heim allan um að taka upp sín eigin hljóð og eiga séns á að það verði notað í myndinni. Á síðunni er gefið tóndæmi um það sem hann er að leita eftir, en fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi. Zimmer segir:
„Ég lýsi Leðurblökumerkinu til himins og bið ykkur um hjálp! Við þurfum raddir ykkar! Strax og hátt. Við erum að búa til hljóð af kyrjun sem nær um allan heim. Komið öll og verið með. Það er auðvelt:
Það er ekki til neitt sem heitir falskt, engin rangur tími sem við getum ekki lagað. Muldraðu, „growl“-að, öskraðu kvíslaðu, það er allt frábært. Gerðu þetta að þínu. Ef þú klárar aðeins helminginn – ekkert mál! Gerðu þetta ein/n, gerðu þetta með vinum, en gerðu þetta með orku og staðfestu.
Láttu rödd þína heyrast og vertu hluti af ævintýrinu! Við þurfum hvert ykkar til að taka þátt. Með því að skrá þig og taka upp rödd þína, gætir þú orðið hluti af The Dark Knight Rises“
Sniðugt markaðstrikk. Að sjálfsögðu er enginn trygging að þeir sem taki þátt muni heyra í sér á meðal þúsundanna – né að upptakan verði notuð yfir höfuð. Nú eða þó að upptakan þín yrði bara aðalstef myndarinnar fengirðu sennilega ekkert fyrir það nema heiðurinn. Ætlið þið að taka þátt?