Sagafilm er að leita að aukaleikurum (af öllum stærðum og gerðum) á öllum aldri fyrir tökur á tímabilinu maí til loka júlí.
Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á aukaleikarar@sagafilm.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn, aldur, sími og mynd af viðkomandi.
Fangavaktin er þriðja þáttaröðin sem segir frá þeim Georg, Ólafi og Daníel og tekur hún upp þráðinn þar sem Dagvaktinni lauk.

