Viltu komast á forsýningu á 9?

Núna á miðvikudaginn kl. 22:20 verður teiknimyndin 9 forsýnd í Smárabíói og erum við að gefa miða á þá sýningu. Hver fær að sjálfsögðu tvo miða. Fyrir þá sem ekki vita þá er um að ræða tölvuteiknimynd sem framleidd er m.a. af Tim Burton og er eftir nýliðann Shane Acker. Myndin er byggð (að einhverju leyti allavega) á 10 mínútna stuttmynd sem hann gerði. Stuttmyndina er að finna á undirsíðu myndarinnar, smellið hér.

Söguþráður:

Eftir að gríðalegar hamfarir hafa útrýmt öllu mannfólkinu á jörðinni
þarf 9 ásamt öðrum eins og hann að fela sig fyrir ógurlegum vélmennum
sem stjórna jörðinni og vilja eyða og drepa verur eins og hann. En hann
verður að snúast til varnar ef hann vill lifa og hann verður að komast
að því afhverju vélarnar vilja drepa hann og hans líka. Talsett af
helstu stjörnum Hollywood eins og Elijah Wood, Jennifer Connelly,
Christopher Plummer, Martin Landau og John C. Reilly.

Hvernig skal nálgast miða:

Sko, þetta er í raun mjög auðvelt að þessu sinni. Það er eiginlega bara málið að skammta þeim sem hafa brennandi áhuga að komast á þessa sýningu. Eina sem þú þarft að gera er að senda mér mail á tommi@kvikmyndir.is og segja mér af hverju þig langar að komast á sýninguna. Fólki er líka velkomið að kommenta hér fyrir neðan svo lengi sem það skilur fullt nafn eftir. Ég dreg síðan úr þessum „leik“ eftir kl. *21:00 á þriðjudaginn og læt vinningshafa vita. Þar er haugur af miðum í boði.

*Við ákváðum að framlengja eftir að við fengum fleiri miða í hendurnar til að gefa.