Ef Hugo er ekki mynd sem þig langar til að sjá, þá er erfitt að réttlæta það að þú eigir mikið erindi inn á kvikmyndasíðu. Myndinni er leikstýrt af engum öðrum en Martin Scorsese, einum besta leikstjóranum á lífi í dag, er tilnefnd til flestra Óskarsverðlauna á þessu ári (ellefu stykki) og situr með 94% á gagnrýnendasíðunni Rotten Tomatoes (og með 83 á Metacritic).
Eins og það sé ekki nóg, þá hefur bíóupplifuninni verður margfalt hrósað fyrir einhverja flottustu þrívíddarnotkun sem sést hefur síðan Avatar. James Cameron vill persónulega meina að hér sé loksins komin mynd sem notar tæknina rétt, aftur.
Sjáum hvort erlendir gagnrýnendur geti sannfært þig betur, ef þú ert ekki þegar löngu staðráðin/n í að tékka á þessari mynd von bráðar:
5/5
„One of the most magical viewing experiences of the decade so far.“ – Richard Roeper
10/10
„Wow. This is now my favorite film of 2011. It is beautiful to look at and a great nod to the nostalgia of cinema from a true master.“ – Scorecard Review
4.5/5
„In Hugo Scorsese not only tells an important story about early cinema, but delivers a film that is a passionate and convincing reminder of the essential role art and imagination should play in our lives.“ – Cinema Autopsy
3.5/4
„Hugo is a smart movie, but it also has heart.“ – Reelviews
3.5/4
„Hugo emerges as a spectacular adventure for film lovers of all ages.“ – Rolling Stone
Titill þessarar myndar vísar í ellefu ára gamlan dreng sem er nýlega orðinn munaðarlaus og felur sig í lestarstöð í París á fjórða áratug síðustu aldar. Þar hnuplar hann sér mat um leið og hann heldur öllum klukkum stöðvarinnar gangandi og hárréttum því sjálfvirk gangverk eins og þau sem klukkur eru gerðar úr eru hans aðaláhugamál. Þegar Hugo kynnist goðsagnarkennda kvikmyndagerðarmanninum Georges Méliès má segja að líf hans taki miklum breytingum, bæði vegna þess að Georges þessi er leikfangasmiður, töframaður sem og sérfræðingur í sjálfvirkum gangverkum, og þar að auki vingast hann við hina forvitnilegu Isabelle, sem er guðdóttir Georges. Það eina sem Hugo þarf að passa er að láta ekki góma sig á lestarstöðinni svo hann verði ekki sendur aftur á munaðarleysingjahælið.
Það má segja að Hugo sé nokkurs konar óður leikstjórans Martins Scorsese til kvikmyndalistarinnar og þrátt fyrir mjög stílfærða sögu, sækir hún sterkt í alvöruævisögu hugsjónamannsins Georges Méliès, sem gerði ýmsar byltingarkenndar tilraunir með brellur og rammauppsetningar snemma í kvikmyndasögunni.
Scorsese er (augljóslega?) einn fjölhæfasti og virtasti kvikmyndagerðarmaðurinn starfandi í dag og virðist eiga erfitt með að gera nýja mynd án þess að gagnrýnendur og áhorfendur taki almennt vel í hana. Hugo er fyrsta fjölskyldumyndin hans á fjögurra áratuga ferli, og – hlau, eins og var áður sagt, flestar Óskarstilnefningar í ár, þar á meðal fyrir bestu mynd, bestu leikstjórn og bestu tæknibrellur.
Kvikmyndir.is styður góðar kvikmyndir og vill umfram allt láta fólk vita af góðum myndum. Einnig viljum við oft gefa fólki tækifæri á því að fyrst og fremst sjá góðar myndir, og þess vegna ætlar vefurinn að bjóða fáeinum heppnum notendum á sérstaka forsýningu, sem haldin verður á morgun (fimmtudaginn) kl. 18:00 í Sambíóunum, Egilshöll. Sýningin er í þrívídd en hins vegar textalaus.
Ef þú vilt vinna þér inn tvo miða, þá máttu senda mér tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is og segja mér hvaða tvær Scorsese-myndir eru í mesta uppáhaldi hjá þér, og hvers vegna. Bíógestirnir verða síðan dregnir út í fyrramálið.
Góða skemmtun!
PS. Það er líka leikur í gangi hér.