Viltu komast frítt á A-Team forsýningu?


Nú upp á síðkastið hefur Sena boðið upp á sérstakar almennar forsýningar á The A-Team, og þær verða einnig yfir alla helgina. Við hjá Kvikmyndir.is höfum þó frátekið næstum því heilan bíósal núna á laugardaginn (12. júní) til þess að geta boðið okkar notendum frítt á þessa þrælskemmtilegu sumarsprengju.

Ef þú hefur áhuga á því að sjá þessa mynd á morgun kl. 21:00 í Háskólabíói þá máttu endilega senda mér póst á tommi@kvikmyndir.is og skilja eftir fullt nafn. Ég tek það sérstaklega fram að það er FULLT af miðum í boði. Ég sendi svo póst snemma á laugardaginn og læt þá vita sem hafa unnið tvo miða. Þeir fara á sérstakan gestalista sem verður við miðasöluna.

Hægt er að sjá trailerinn hér fyrir neðan. Annars sjáumst við vonandi í bíó!