Viltu vinna miða á Milk?

Nýjasta mynd Gus Van Sant, hin marglofaða Milk,
verður frumsýnd á föstudaginn. Myndin er tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna, þ.á.m. sem besta myndin, besti leikstjóri og besti leikari í aðalhlutverki (Sean Penn).

Um myndina:

Myndin Milk er byggð á sannri sögu stjórnmálamannsins Harvey Milk, en
hann braut blað í sögu Bandaríkjanna þegar hann var fyrsti opinberlega
samkynhneigði maðurinn sem kosinn var til opinbers embættis í landinu.
Var hann kosinn til setu í borgarráði San Francisco árið 1977, en kjör
hans olli fljótt mikilli ólgu og deilum sem náðu víða.
Sean Penn leikur hér Milk, en myndin segir frá síðustu átta árunum í
lífi hans og hefst í New York, þar sem Harvey á erfitt með að fóta sig.

Flytja hann og ástmaður hans, Scott Smith (James Franco), til San Francisco,
þar sem þeir stofna lítið fyrirtæki. Harvey kemst fljótt í hringiðu
samfélagsins í borginni og verður brátt talsmaður mannréttinda og
flykkir fólk sér skyndilega að baki honum í helstu baráttumálum. Þegar
hann er kjörinn til setu í borgarráði eftir áberandi og umdeilda
kosningabaráttu byrjar svo hasarinn fyrir alvöru hjá Milk, því ekki eru
allir jafn sáttir við veru hans í áhrifaembætti.


Getraun:

Í
tilefni frumsýningu myndarinnar munum við hér hjá Kvikmyndir.is gefa
bíómiða á myndina og þú getur átt möguleika á því að næla þér í miða
fyrir þig og einn félaga. Miðarnir gilda á almennar sýningar.

Þú þarft ekki nema að svara einni léttri spurningu. Sendið svo mail á tommi@kvikmyndir.is. Látið fullt nafn fylgja með.

Spurningin hljómar svo:

Hvaða frægu mynd frá 1997 leikstýrði Gus Van Sant sem skartaði m.a. Robin Williams og Stellan Skarsgard?

Dregið verður úr þeim póstum sem svara rétt. Ég mun svo hafa
beint samband við vinningshafa. Endilega fylgist með.
Dregið verður kl. 12:00 um hádegið á föstudaginn.