Viltu vinna miða á sýninguna annað kvöld?

Fyrstu Kvikmyndaverðlaun Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is verða haldin annað kvöld kl. 19:00. Þá munum við afhenda verðlaun í 16 flokkum, þar sem þið, lesendur, hafið haft algert lokaorð um hver vinnur. Þeir flokkar sem við erum persónulega spenntust fyrir því að kynna eru íslensku flokkarnir, því nú eru loks komin alvöru íslensk áhorfendaverðlaun í kvikmyndaheiminum. Það verður sérstaklega spennandi að sjá hvað þið hafið valið þar, því mikill fjöldi góðra mynda kom út á síðasta ári. Til merkis um það má nefna að Órói er með 5 tilnefningar í flokkunum fjórum, Brim með 4, Mamma Gógó með 4, Sumarlandið með 3, og Kóngavegur með 2, auk þess sem Inhale og The Good Heart eru með eina hvor mynd. Úrslitin eru geymd í læstum peningaskáp í Grikklandi til föstudagskvölds, þannig að við erum yfir okkur spennt að komast að því hverjir sigurvegararnir eru.

Hægt er að skoða allar tilnefningar hér.

Í tilefni þess að þetta er fyrsta hátíðin af vonandi mörgum á komandi árum verður enginn aðgangseyrir, en boðsmiða þarf til að komast inn. Núna munið þið eiga möguleika á því að vinna ykkur inn miða með því að svara þremur laufléttum spurningum. Dregið verður síðan út í fyrramálið þannig að þið skulið duglega fylgjast með netpóstinum ykkar fram að hádegi.

Spurningarnar eru svohljóðandi:

1. Hver af þessum myndum er ekki tilnefnd í flokki bestu dramamyndar hjá okkur?

a) Inception
b) The American
c) The Town

2. Hversu margar tilnefningar fékk Eclipse?

a) Tvær
b) Eina
c) Enga

3. Í flokknum „besta fjölskyldumyndin“ er aðeins ein mynd tilnefnd þar sem er ekki teiknimynd. Hver er sú mynd?

Svör sendast á tommi@kvikmyndir.is.
Sjáumst vonandi á morgun!

T.V.