Viltu vinna Thor varning?

Einhvern veginn grunar mig að gríðarlegur fjöldi manna ætli sér að kíkja á stórmyndina Thor í dag/kvöld. Ekki að það sé nokkuð að því. Myndin er alveg tryllt skemmtileg og óvenjulega öflug byrjun á bíósumrinu. Oftast eru almennilega góðu myndirnar aldrei fremstar (lítið t.d. á Iron Man 2 í fyrra, Wolverine hitt í fyrra o.s.frv.). Ef þið trúið mér ekki þar þá gæti RottenTomatoes prósentan bakkað mig upp.

En í tilefni þess að þessi mynd er frumsýnd í dag ætla ég að henda í nokkrum smá varningum tengdum myndinni. Í boði er smá pakkadíll þar sem menn geta unnið Thor-boli og vekjaraklukkur (já, þið lásuð rétt). Það er lítið sem þú þarft að gera til að sækjast eftir slíku. Þú sendir mér bara póst með fullu nafni og eftir tvo daga skal ég vera búinn að svara öllum þeim sem munu vinna. Það mun vera á föstudaginn, svo maður stafi það kannski út. Læt líka að sjálfsögðu vita hvert þið sækið þetta.

Tek það sérstaklega fram að ég er að drukkna í þessum hlutum þannig að nóg er í boði. Sumir gætu unnið bara annaðhvort, aðrir bæði. Svo náttúrulega eru einhverjir sem fá ekki neitt, en óvissan um hvort það verðir þú eða ekki er alltaf pínu spennandi. Rétt?

Og já, netfangið er sem fyrr tommi@kvikmyndir.is.

Gangi ykkur vel, og farið núna að hundskast á þessa blessuðu mynd. Ég efa að þið sjáið eftir því.