Hin sprellfjöruga og ofurjákvæða gamanmynd, Yes Man, kemur á DVD núna á fimmtudaginn og í tilefni þess höfum við hér á síðunni ákveðið að vera með smá leik þar sem allir geta átt séns á því að vinna eintak af myndinni.
Ræman segir frá Carl (Jim Carrey), sem er ósáttur við hversu mikið líf hans hefur staðnað
undanfarin ár og ákveður að fara á sjálfshjálparnámskeið þar sem honum
er kennt að segja „já“ við öllu því sem hann er beðinn um. Hann uppgötvar
þó fljótt að vilji hans til að taka á móti hverju einasta tækifæri í
lífinu með opnum örmum gæti verið of mikið af hinu góða.
Myndin sópaði til sín góðum fjölda í íslenskum kvikmyndahúsum en rúmlega 40,000 manns sáu hana í bíó.
Þið ættuð að þekkja reglurnar ansi vel. Í stuttu máli þarf ekki nema að svara nokkrum skítléttum spurningum og undirritaður dregur síðan úr réttum svörum. Þið hafið fram að hádegi fimmtudags til að senda inn svör. Eftir það loka ég fyrir leikinn og hef samband við vinningshafa gegnum póst. Svo endilega fylgist með mailinu.
Þá er um að gera að tékka hversu mikið þið vitið um Jim Carrey.
1. Í hvaða mynd lék Carrey persónuna Joel Barish?
2. Hvaða fræga en um leið umdeilda grínista lék hann í myndinni Man on the Moon?
3. Klárið þennan titil: „Fun with….„
Sko… Enginn vandi! Sendið mér svörin á tommi@kvikmyndir.is. Eins og ég tók fram hér að ofan þá hef ég samband við vinningshafa, þannig að þið þurfið ekki að láta fullt nafn eða kennitölu fylgja með í þetta sinn.

