Nú förum við að nálgast niðurstöðu í því hver uppáhalds jólamynd Íslendinga er, enda stutt í jólin sjálf. Listinn hefur komið ýmsum á óvart en fjölbreytnin hefur verið ráðandi til þessa, sem þýðir að Íslendingar nota ýmsar leiðir til að koma sér í jólaskap. Fimmta til tíunda sætið er svo skipað (í öfugri röð):
10: It’s a Wonderful Life
9: The Holiday
8: Elf
7: A Miracle on 34th Street
6: The Nightmare Before Christmas
5: Love Actually
Nú er komið að fjórða sætinu, en þar situr einn af grínkóngum Hollywood í afar vel meikuðu hlutverki…
4. sætið:
HOW THE GRINCH STOLE CHRISTMAS (2000)
Jim Carrey er ekki beint frýnilegur í hlutverki Trölla í þessari æsilegu en jafnframt fjölskylduvænu og fyndnu útfærslu af klassísku ævintýri barnasagnameistarans Dr. Seuss. Myndin sló algerlega í gegn þegar hún var frumsýnd og er áreiðanlega á fleiri DVD-hillum landsins en flestar aðrar myndir…
Movie Videos & Movie Scenes at MOVIECLIPS.com
Hvað finnst ykkur um The Grinch? Finnst ykkur hún eiga að vera ofar eða neðar, og af hverju?
-Erlingur Grétar