Mark Wahlberg átti erfitt með að koma The Fighter í framleiðslu, en það endaði heldur betur vel því myndin varð ein sú vinsælasta á árinu. The Fighter halaði inn rúmlega 100 milljón Bandaríkjadölum, en hún kostaði aðeins 25 milljón dollara í framleiðslu. Þar að auki hrepptu þau Christian Bale og Melissa Leo Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni.
Í viðtali við Extra lýsti Wahlberg því yfir að hann ynni nú að framhaldi. „Við erum að vinna í númer tvö núna. Við viljum gera þetta af alvöru, búa til Ward/Gatti-þríleik.“
Wahlberg fór með hlutverk boxarans Mickey Ward, en hann vill gera eina mynd um hvern af þremur bardögum sem Ward átti gegn erkióvini sínum, Arturo Gatti.
– Bjarki Dagur