Í fyrra var það Paul, núna í ár er það Ted. Myndirnar eru svosem ekkert tengdar, fyrir utan það að vera báðar gamanmyndir, framleiddar af Universal og ganga út á það að frægir leikarar spinna alls kyns grín á móti lítilli, tölvugerðri, fantasíukenndri persónu sem blótar, reykir gras og sýnir alls konar greddulegar hegðanir. Fyrir utan það ættu myndirnar ekkert að vera neitt sérstaklega líkar.
Ted er reynadr fyrsta leikna myndin sem Seth MacFarlane leikstýrir og fara Mark Wahlberg, Mila Kunis og Joel McHale með aðalhlutverkin, ásamt MacFarlane að sjálfsögðu. Hann talar fyrir titikarakterinn.
Myndin verður frumsýnd í júlí og má fólk endilega láta í sér heyra hvað því finnst um þessa stiklu.
Vonandi verður þetta allavega betra en síðasta mynd sem Wahlberg og Kunis léku saman í.