Wii hefur selst í nær 100 milljón eintaka í öllum heiminum. Nintendo gáfu hana út á undan PS3 og Xbox360 þannig að grafíkin náði ekki að vera í sama gæðaflokki. En það stöðvaði ekki Nintendo og héldu þeir áfram að dæla út Mario og Zelda leikjum sem hélt eigendum leikjatölvunar ánægðum. En nú virðist sagan nánast ætla að endurtaka sig. Nintendo ætla aftur að verða fyrstir á markaðinn með leikjavélina sína, Wii U, en þeir ætla ekki að fórna grafíkinni fyrir það.
Samkvæmt nýjustu heimildum mun nýja Xbox vélin ekki vera nema 20% öflugari en Wii U, en 6 sinnum öflugari en Xbox 360. Án þess að vita hvað verður inn í Wii U vélinni, þá verður það greinilega eitthvað mjög gott og fá aðdáendur Nintendo loksins að spila Zelda í HD gæðum. Það er samt enn ekki vitað hvað Sony eru að brugga fyrir næstu Playstation vél, en verður það án efa eitthvað svakalegt. En þeir hafa samt sagt að þeir ætli ekki að verða seinastir á markaðinn eins og síðast, enda kostaði það þá verulega.
Nýjustu fréttirnar frá Nintendo, eins og titillinn bendir til, segja að þeir séu að undirbúa sig undir útgáfu á leikjavélinni í kringum árslok 2012. Þeir munu þá rífa til sín jólagjafamarkaðinn eins og þeir hafa gert öll ár frá útgáfu Wii tölvunar. Tölvan mun samt sem áður að öllum líkindum koma fyrst út í Japan, en svo koma nokkrum dögum eða vikum seinna í Evrópu og USA.