Wolfenstein kvikmynd í bígerð

Loksins á að gera kvikmynd sem byggir á Wolfenstein tölvuleiknum. Fyrir þá sem þekkja ekki leikinn þá snýst hann um bandaríska hermenn sem rannsaka og hertaka kastalann Wolfenstein þar sem nasistar hafa hreiðrað um sig.

Roger Avary er kominn í það hlutverk að skrifa handritið að myndinni og leikstýra henni, en hann skrifaði handritið að Pulp Fiction í samvinnu við Quentin Tarantino og vann að handritinu fyrir Silent Hill ásamt framleiðandanum Samuel Hadida sem framleiðir einmitt Wolfenstein myndina.