Eins og við höfum minnst á áður hér á síðunni þá hefur gerð myndar eftir tölvuleiknum World of Warcraft verið í burðarliðnum um þónokkurn tíma.
Í gegnum tíðina hafa handritshöfundar og framleiðendur komið og farið, en nú, hálfu ári eftir að nýr handritshöfundur var fenginn í verkefnið, er loksins búið að ráða leikstjóra.
Samkvæmt Hollywood Reporter vefsíðunni þá er það Duncan Jones sem er búinn að skrifa undir samning um að leikstýra myndinni, og á framleiðsla að hefjast í haust.
Það er kvikmyndafyrirtækið Legendary Pictures, sem stóð á bakvið The Dark Knight Rises og The Hangover, sem og væntanlega endurgerð á Godzilla, sem stendur á bakvið myndina. Handritið skrifar Charles Leavitt.