Miðlægur gagnagrunnur yfir íslenskar kvikmyndir hefur verið opnaður á vefsíðunni www.kvikmyndavefurinn.is. Á vefnum er að finna upplýsingar um 8.000 manneskjur, 700 fyrirtæki og ríflega 1.200 kvikmyndatitla.

Markmið vefsins er að varðveita eins miklar upplýsingar og framast er kostur um íslenskar kvikmyndir allt frá upphafi kvikmyndagerðar á Íslandi. Auk þess eru á vefnum upplýsingar um ýmsar erlendar kvikmyndir, sem hafa tengst Íslandi með einum eða öðrum hætti í áranna rás. Vefurinn er unninn af Kvikmyndamiðstöð Íslands með hjálp átaksverkefnis Vinnumálastofnunar.
Mynd segir meira en 1000 orð – við mælum með því að kvikmyndaáhugamenn leggi leið sína á vefinn og skoði hann. Við viljum einnig vekja athygli á okkar gagnagrunni yfir íslenskar kvikmyndir, en hann er hægt að skoða hér.

