Zack and Miri í enn meiri vandræðum

 Nýjasta mynd Kevin Smith hefur átt í vandræðum undanfarið í auglýsingarherferð sinni þar sem orðið ,,porno“ í titlinum ku vera ósiðlegt í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Myndin ber nafnið Zack and Miri Make a Porno, en þetta er gamanmynd sem fjallar um Zack (Seth Rogen) og Miri (Elizabeth Banks) sem hafa verið vinir ævilangt
og ákveða að búa til klámmynd til að bæta fyrir peningaleysi sitt.
Eftir að myndavélarnar byrja að rúlla gera þau sér hins vegar grein
fyrir því að þau bera meiri tilfinningar til hvors annars en þau héldu.

Um 15 dagblöð og fjölmargar sjónvarpsstöðvar hafa neitað að auglýsa myndina, ásamt því að aðrir vettvangar hafa látið vita af óánægju sinni, t.d. hefur verið neitað að auglýsa myndina á strætóskýlum. Orðið ,,porno“ í titli myndarinnar fer fyrir hjartað á yngstu kynslóðinni.

,,Þetta er gamanmynd. Titillinn er grín. Við erum ekki að auglýsa klámmynd því þetta er ekki klámmynd. Titill myndarinnar á ekki að kveikja í þér, hann á að fá þig til að hlægja.“ sagði markaðsfulltrúi Weinstein Company. Hann hefur ákveðið að láta nafn myndarinnar ekki koma fram á auglýsingum héreftir, heldur mun textinn ,,Seth Rogen and Elizabeth Banks made a movie so outrageous that we can’t even tell you the title“ koma fyrir.

Tengdar fréttir

4.9.2008        Bannað plakat fyrir Zack and Miri Make a Porno


3.9.2008        Trailer fyrir Zack and Miri Make a Porno

6.8.2008        Kevin Smith hefur betur gegn MPAA!