Endurgerðirnar virðast engan endi ætla að taka í Hollywood, og nú er það grímu- og skikkjuklædda hetjan Zorro sem á að lifna við á ný í nýrri mynd – og í nýjum tíma – í framtíðinni!
Aðalmennirnir í þessari nýju mynd eru þeir Desierto félagar, leikarinn Gael Garcia Bernal, sem fer með hlutverk Zorro, og leikstjórinn Jonas Cuaron.
Orðrómur hefur verið á kreiki í þónokkurn tíma um þátttöku Bernal, en síðustu tíu ár hafa ýmsir leikstjórar aðrir en Cuaron verið orðaðir við verkefnið þegar það gekk undir vinnuheitinu Zorro Reborn, eða Zorro endurfæddur í lauslegri þýðingu, menn eins og Bryan Singer og Ricardo de Montreuil.
Í þessari nýju mynd mun Zorro berjast við þorpara í nálægri framtíð, í stað þess að berjast við óþokka sem kúguðu alþýðuna á meðan Kalifornía var enn undir spænskum yfirráðum árið 1919.
Tökur eiga að hefjast í haust í dóminíkanska lýðveldinu.
Garcia Bernal fékk Golden Globe verðlaunin fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Mozart in the Jungle sem sýndir eru á Amazon vefnum, en hann mun mæta til leiks í þriðju seríu þáttanna í haust.