Frönsk kvikmyndahátíð

Græna ljósið, Alliance Francaise og franska sendiráðið á Íslandi efna til franskrar kvikmyndahátíðar Í Háskólabíói dagana 11. – 24. janúar n.k. í 8.sinn. Sýndar verða 11 sérvaldar, fjölbreyttar, splunkunýjar gæðamyndir, brot af því besta sem sýnt hefur verið í Frakklandi undanfarin misseri.

Opnunarmyndin á hátiðinni er Persepolis, teiknimynd fyrir alla aldurshópa, byggð á samnefndum sjálfsævisögum hinnar írönsku Marjane Satrapi, sem hafa náð metsölu um allan heim og unnið til fjölda verðlauna. Meðal annarra athyglisverðra mynda má nefna nýjusta mynd Íslandsvinarins Emir Kusturica, Lofaðu mér, en hún var frumsýnd í nóvember s.l., Serko, magnaða heimildamynd um merkasta afrek allra tíma í reiðmennsku og Molière, stórbrotna og bráðskemmtilega mynd um gamanleikskáldið fræga, Molière.
Peugeot er aðalstyrktaraðili frönsku kvikmyndahátíðarinnar.

Listann yfir myndirnar sem eru sýndar má finna hér
Listann yfir myndirnar á vefsíðu Græna Ljóssins má finna hér