Sjónræn snilld
Ég fór á Persepolis með rosalegum væntingum og varð ekki fyrir vonbrigðum. Myndin er gríðarlega pólitísk og tekur vel á álitamálum varðandi kvenréttindi og líf kvenna í Mið-Au...
Kvikmyndin gerist í Teheran árið 1978.
Bönnuð innan 12 áraKvikmyndin gerist í Teheran árið 1978. Marjane er 8 ára, hugsar um framtíðina og dreymir um að verða spámaður sem frelsar heiminn. Hún nýtur góðs atlætis hjá menntuðum nútímaforeldrum sínum og er í mjög góðu sambandi við ömmu sína. Hún fylgist áköf með atburðum sem leiða til byltingar og falls stjórnar Íranskeisara. Íslamska lýðveldið er stofnað og þá hefst tími “byltingarkommissaranna”, sem hafa strangt eftirlit með klæðaburði og hegðun allra. Marjane, sem nú verður að ganga með blæju, dreymir héðan í fráum að vera byltingarkona. Brátt leiðir stríðið gegn Írak til sprengjuárása, skorts, nánir ættingjar og vinir hverfa. Kúgunin innanlands harðnar dag frá degi. Þótt ástandið fari síversnandi getur hún ekki tjáð sig og það verður erfitt fyrir hana að andæfa. Foreldrar hennar ákveða að senda hana til Austurríkis til þess að vernda hana. Marjane upplifir í Vín aðra byltingu: unglingsárin, frelsið og vímu ástarinnar, en einnig útlegð, einsemd og það að vera framandi.


Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráÉg fór á Persepolis með rosalegum væntingum og varð ekki fyrir vonbrigðum. Myndin er gríðarlega pólitísk og tekur vel á álitamálum varðandi kvenréttindi og líf kvenna í Mið-Au...




Tilnefnd til óskarsverðlauna og Golden Globe. Önnur 17 verðlaun og 23 tilnefningar