Zombiemyndaæðið ætlar greinilega engan endi taka. Ný mynd um uppvakninga er væntanleg 1. febrúar nk., Warm Bodies, og síðar á árinu er svo væntanleg Brad Pitt myndin World War Z, sem er stútfull ( í orðsins fyllstu merkingu ) af uppvakningum sem vilja leggja undir sig jörðina.
Skoðið stikluna hér fyrir neðan úr Warm Bodies, en það er enginn annar en John Malkovich, sem kemur þar nokkuð við sögu. Neðst í fréttinni er einnig nýtt plakat fyrir myndina.
Söguþráður myndarinnar er þessi: Eftir að uppvakningur fer að gera sér dælt við vinkonu eins af fórnarlömbum hans, þá setur ástarsamband þeirra af stað röð atvika sem gætu umbreytt öllum heimi hinna lifandi dauðu.
Leikstjóri er Jonathan Levine, sem áður hefur gert myndina 50/50 m.a.
Ásamt Malkovich leika í myndinni m.a. Nicholas Hoult, Teresa Palmer, Rob Corddry, Analeigh Tipton, Dave Franco og Cory Hardrict.