Argo í leikstjórn Ben Affleck var valin besta myndin á Producers Guild of America-verðlaunahátíðinni sem var haldin í 24. sinn í Beverly Hills um helgina.
Stutt er síðan Argo fékk Golden Globe-verðlaunin sem besta myndin í dramaflokki og telja margir að hún sé líklegust til að hreppa Óskarsverðlaunin í næsta mánuði. Síðustu fimm myndir sem hafa unnið PGA-verðlaunin hafa einnig unnið Óskarinn.
Ef Argo fær Óskarinn verður hún sú fyrsta sem vinnur Óskarinn án þess að leikstjórinn er tilnefndur síðan Driving Miss Daisy var kjörin besta myndin 1989.
Aðrar verðlaunamyndir á PGA-verðlaunum voru Wreck-It-Ralph, sem var valin besta teiknimyndin og Searching For Sugarman sem var kjörin besta heimildarmyndin.