Django Unchained, nýjasta Quentin Tarantino myndin, situr sem fastast í efsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans, þrátt fyrir að hinir eitilhörðu Jason Statham og Arnold Schwarzenegger komi með látum inn á listann. Statham staðnæmdist í öðru sætinu í mynd sinni Parker, en hún er ný á lista. Með Statham leikur aðalkvenhlutverk söng- og leikkonan Jennifer Lopez. Schwarzenegger þarf að láta sér lynda þriðja sæti listans, en mynd hans The Last Stand kemur ný beint í það sæti.
Í fjórða sæti eru gangsterarnir í Gangster Squad, niður um tvö sæti á milli vikna, og í fimmta sæti er Skrímslin í Monsters Inc, en myndin sem er frá árinu 2001, var endurútgefin í þrívídd á dögunum. Myndin fer niður um tvö sæti á milli vikna.
Á listanum eru þrjár aðrar nýjar myndir. Lincoln, sem fjallar um Abraham Lincoln 16. forseta Bandaríkjanna, og er í leikstjórn Steven Spieldberg. Hún fer beint í 8. sæti listans og í 11. sætinu situr Hákarlabeita 2. Síðasta nýja myndin, Holy Motors, fór síðan beint í 20. sæti aðsóknarlistans.
Hér að neðan er listi 21 aðsóknarmestu bíómynda á Íslandi: