Bond fjórtánfaldur sigurvegari

Já, þið gátuð ykkur rétt til – Skyfall, nýjasta James Bond myndin, var langsamlega mest sótta mynd helgarinnar á Íslandi, og þénaði fjórtán sinnum meira en myndin í öðru sæti, toppmynd síðustu viku, Djúpið.

Bond stúlkan Berenice Marlohe og Bond sjálfur Daniel Craig ræðast við á barnum í Skyfall.

Í þriðja sæti á íslenska aðsóknarlistanum er gamanmyndin Hope Springs, og fer upp um tvö sæti og í fjórða sæti, og stendur í stað á milli vikna er teiknimyndin Teddi, Týndi landkönnuðurinn. 

Taken 2 siglir síðan í humátt á eftir Tedda og er í fimmta sæti, fellur úr öðru sætinu í síðustu viku.

Hin nýja myndin á listanum, finnska myndin Purge, eða Hreinsun, endaði í 15. sæti.

Hér að neðan er listinn í heild sinni: