Thor er kóngurinn

thor 3Thor: The Dark World ríkir enn á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en nýr listi var gefinn út í gær. Myndin fór beint á toppinn þegar hún var frumsýnd fyrir rúmri viku og er nú búin að þéna nærri 31 milljón íslenskra króna frá frumsýningu.

Vísindaskáldsagan Ender´s Game er ný á lista og fer beint í annað sæti listans og Escape Plan með félögunum Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger er í þriðja sæti.

Í fjórða sæti, einnig ný á lista, eru þau Brad Pitt, Javier Bardem Penelope Cruz, Cameron Diaz og Michael Fassbender í The Counselor og í fimmta sætinu eru furðufuglarnir í teiknimyndinni Free Birds. 

Sjáðu hvaða 23 myndir eru vinsælastar á landinu í dag hér að neðan:

listinnnn