The Revenant sigrar feðga

Óbyggðamyndin The Revenant, sem tilnefnd er til 12 Óskarsverðlauna, situr á toppi nýs íslensks bíóaðsóknarlista, aðra vikuna í röð.

revenant

Í öðru sæti listans er ný mynd, gamanmyndin Dirty Grandpa, með þeim Zack Efron og Robert De Niro í hlutverki langfeðga á ferðalagi.  Þriðja sætið skipar síðan önnur gamanmynd, en þar er um að ræða þá Will Farrell og Mark Wahlberg í hlutverkum stjúpföður og föður sem keppast um hylli barnanna, í Daddy´s Home.

Fjórar nýjar myndir í viðbót eru á listanum. Verðlaunamyndin Spotlight, um teymi rannsóknarblaðamanna við dagblaðið bandaríska Boston Globe, er í sjöunda sætinu, hrollvekjan The Boy, er í 11. sætinu, íslenska heimildarmyndin Njósnir, lygar og fjölskyldubönd kemur ný beint í 16. sætið, og þá fer A Blast beint í 25. sætið, ný á lista.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

box