Kafloðnir á toppnum

Hinir kafloðnu og krúttlegu íkornar í Alvin and the Chipmunks: The Road Chip, eða Alvin og íkornarnir: Ævintýrið mikla, eins og myndin heitir á íslensku, gerðu sér lítið fyrir og stukku beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, en Dirty Grandpa, með þeim Robert De Niro og Zack Efron, er áfram í öðru sæti listans, aðra vikuna í röð.

Alvin-and-the-Chipmunks-The-Road-Chip-Trailer-2-3

Í þriðja sæti er svo óbyggðamyndin The Revenant.

Þrjár nýjar myndir til viðbótar eru á listanum: hin sannsögulega 13 Hours: The Secret Soldiers of Benghazi fer beint í 4. sætið, önnur sannsöguleg mynd, Concussion, fer beint í 13. sætið og hin rómantíska The Choice er 15. vinsælasta mynd landsins.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice