Frosinn frosin á toppnum

frozen 4Will Ferrell og félagar hans í fréttateyminu í gamanmyndinni Anchorman 2 náði ekki að velta snjókarlinum Olaf og hinum persónunum í Disney teiknimyndinni Frosinn úr fyrsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans. Frozen heldur því toppsætinu frá því vikuna á undan en Anchorman 2 kemur ný inn í annað sæti listans.

Í þriðja sæti er gömul toppmynd listans, The Hunger Games: Catching Fire, fer niður um eitt sæti úr öðru sætinu. Í fjórða sæti er önnur ný mynd, teiknimyndin Walking With Dinosaurs og í fimmta sæti situr spennumyndin Homefront, niður um tvö sæti á milli vikna.

Kíktu á lista 15 vinsælustu mynda í bíó á Íslandi í dag hér fyrir neðan:

topplistinn